Verslunin er staðsett í Glæsibæ!

 

Í apríl 2005 opnuðu Ásdís Birta og Sigga Lára glæsilega verslun, Tvö líf, fyrir verðandi- og nýbakaða foreldra í Holtasmára 1 (Hjartarverndarhúsinu). Þann 1. júní 2015 flutti verslunin í glæsilegt húsnæði að Álfheimum 74 (Glæsibæ).

Í dag 15 árum seinna státar verslunin af mesta úrvali af meðgöngu- og brjóstagjafafatnaði á landinu. Við leggjum mikla áherslu á flottan tískufatnað fyrir allar verðandi og nýbakaðar mæður ásamt öllu því helsta sem nauðsynlegt er að eiga til að auðvelda sér lífið á meðgöngunni og við brjóstagjöfina.

Tvö Líf er staðsett í Glæsibænum en einnig má finna allar vörur í vefversluninni.
ATH. 24. mars 2020 - Sé verslað fyrir 5.000 kr. eða meira sendum við frítt með póstinum heim að dyrum, hvert á land sem er :)