Skilmálar

 

Tvö Líf er verslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir verðandi- og nýbakaða foreldra, meðgöngu- og brjóstagjafafatnað, vörur sem eru nauðsynlegar í ummönun barnsins, fallegir hlutir til að skreyta herbergið, leikföng og fleira skemmtilegt fyrir foreldra og börn. Tvö líf hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þau réttindi sem þeir hafa sem viðskiptavinir fyrirtækisins. Tvö Líf kappkostar að rækta skyldur sína við viðskiptavini af kostgæfni á öllum stundum.

 

Seljandi er Tvö Líf ehf. Kennitala 650105-0360 vsk: 85622, til húsa að Álfheimum 74, 104 Reykjavík, (Glæsibær). Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og starfar sem verslun, smásölu og netsölu og einnig sem heildsala.

 

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

 

Greiðslumöguleikar

Í netverslun okkar er hægt að velja um að greiða með bankamillifærslu og hefur greiðandi þá 12 klukkutíma til að ganga frá greiðslu frá því að pöntun er gerð. Eftir þann tíma er pöntunin ógild. Við bjóðum líka upp á að greiða með kreditkorti og einnig netgíró þar sem við bjóðum líka upp á raðgreiðslur bæði í verslun og í vefverslun. Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi og Netgíró

Póstsendingar
Við bjóðum upp á fría heimsendingu ef verslað er fyrir 3000 krónur eða meira, en athugið ef aðeins ef varan er á fullu verði, gildir ekki um útsöluvörur. Við sendum pakka okkar með Íslandspósti á það pósthús næst þér, en fyrir minni sendingar upp að dyrum ef pakkarnir komast í bréfalúguna. Við gefum okkur 1-3 virka daga að ganga frá pöntun og senda hana af stað.

 

Skilafrestur og reglur um vöruskil

Hægt er að skila öllum vörum nema nærbuxum, sundbuxum, sokkabuxum, sokkum, snyrtivörum.

Skilafrestur er fjórar vikur. Kassakvittun eða skiptimiði er skilyrði fyrir vöruskilum og fær viðskiptavinur inneignarnótu. Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun eða gjafamiða, en viðkomandi vara er greinilega keypt í Tvö Líf og er enn til sölu í versluninni, getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu. Ef vara er versluð í vefverslun gilda sömu reglur. Ekki er hægt að skila né skipta útsöluvörum!

 

Gallaðar vörur
Hægt er að skila vöru sé um vörugalla að ræða. Kassakvittun er skilyrði fyrir vöruskilum. Hafi viðskiptavinur ekki kassakvittun, en viðkomandi vara er greinilega keypt í Tvö Líf og er enn til sölu í versluninni, getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu.

  • Ávallt er boðin viðgerð á gallaðri vöru, ef því verður komið við.
  • Ef ekki fæst nákvæmlega eins vara ógölluð getur viðskiptavinur valið um að fá aðra vöru eða að fá vöruna endurgreidda.
  •   Upphæð inneignarnótu eða endurgreiðslu
  • Upphæð inneignarnótu eða endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á kassakvittun. Liggi kassakvittun ekki fyrir skal upphæð inneignarnótu eða endurgreiðslu vera það verð sem gildir í versluninni þann dag sem skil eiga sér stað.

Inneignanóta gildir í 2 ár frá útgáfudegi.

Skilyrði fyrir vöruskilum

  • Að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi
  • Að varan sé í upprunalegum umbúðum
  • Varan er endurgreidd að fullu í formi inneignar að ofangreindum skilyrðum uppfylltum

Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl og prentvillur.

Við heitum viðskiptavinum okkar trúnaði. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðilia undir neinum kringumstæðum í tengslum við viðskiptin.